Úrslit fyrir norðan

/ júlí 12, 2009

Nú eru úrslit komin eftir fjörugt landsmót á Akureyri. Ýmismennirnir Aron Steinn Guðmundsson og Hinrik Snær Guðmundsson náðu fyrsta sætinu í siglingu á Topper Topaz. Hulda Lilja Hannesdóttir og Hilmar Páll Hannesson úr Brokey urðu í öðru sæti en Sindri Þór Hannesson og Anders Rafn Sigþórsson úr Þyt lentu í þriðja sæti.

Nökkvamenn raða sér svo í efstu sætin í Laser-flokkunum og Optimist A og eru þar sömu menn á ferð og kepptu fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í vor. Hins vegar sigldi Lína Dóra Hannesdóttir úr Brokey nokkuð örugglega í fyrsta sætið í Optimist B-flokki og skaut Akureyringunum þar ref fyrir rass.

Frábær árangur hjá okkar fólki fyrir norðan sum sé með annað og fyrsta sæti í þeim tveimur flokkum sem Brokey átti keppendur í. Svo er bara spurning hvort ekki verði einhverjir Laser-siglarar með næst.

Úrslitin er hægt að skoða í heild sinni á vef UMFÍ.

Share this Post