Úrslit Ljósanæturkeppni

/ september 7, 2010

Æsivindur lotulangur löðri siglum hærra blés á laugardagsmorguninn og svo fór að aðeins tvær skútur, Xena og Aquarius, hættu á Faxaflóann um morguninn til að freista þess að ná í Sparisjóðsbikarinn glæsilega. Báðir bátar lögðu af stað á belgseglinu en tóku niður við sexbauju, enda var þá kominn sterkur hliðarvindur. Eftir það var brunað til Keflavíkur á fullri ferð með rifuð stórsegl.

Leikar fóru þannig að Xena sigraði, sigldi leiðina á aðeins 2:32:47 (sem er Íslandsmet í siglingu milli Reykjavíkur og Keflavíkur án forgjafar) og Aquarius rétt korteri síðar á 2:47:33. Úrslitin urðu því þessi:

Bátur
Forgjöf
Sigldur
Leiðréttur R
Xena 1.052 2:32:47 2:40:44  1
Aquarius 0.999 2:47:33 2:47:23  2

Fleiri myndir er hægt að skoða í myndasafninu.

Share this Post