Úrslit Opnunarmóts kæna 2015

/ júní 2, 2015

Opnunarmót kæna fór fram sunnudaginn 31. maí hjá Ými í Kópavogi. Gott siglingaveður var en sigldar voru tvær umferðir. Alls mættu átta keppendur á sjö bátum, keppt var í tveimur flokkum, Optimist og Opnum flokki. Siglarar úr Brokey komu, sigldu og sigruðu.  (fyrir utan formanninn sem sigldi á Argo og endaði í  fjórða sæti)
Að keppni lokinni fór fram verðlaunaafhending í félagsaðstöðu Ýmis og var það bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson sem afhenti verðlaunin.

Úrslit:
Optimist
1. sæti Þorgeir Ólafsson, Brokey, 2 stig
2. sæti Andrés Nói Arnarson, Brokey, 4 stig
3. sæti Atli Gauti Ákason, Brokey, 6 stig

Opinn flokkur
1. sæti Hulda Lilja Hannesdóttir, Brokey, Laser R, 3 stig
2. sæti Dagur Tómas Ásgeirsson, Brokey, Laser R, 3 stig
3. sæti Tómas Zoega, Ýmir, Laser R, 6 stig
4. sæti  Ólafur og Gunnar, Brokey, T Argo, 8 stig

10373105_551634984979750_1019462491575725200_o 11054843_551635018313080_83381343804286760_o 11269477_551635218313060_8768988093469729211_o

Share this Post