Vel heppnaðar æfingabúðir og Miðsumarmót

/ júlí 7, 2010

Um fjórtán Brokeyingar tóku þátt í fjölmennum æfingabúðum Ýmis í Fossvogi sem lauk með Miðsumarmótinu núna á laugardaginn. ISAF-þjálfarinn Tom Wilson hafði yfirumsjón með þjálfun á æfingabúðunum.

Æfingum lauk svo með hinu árlega Miðsumarmóti þar sem keppt var í fjórum flokkum: Optimist A og B og opnum flokki 1(Topper Topaz og Laser 4.7)  og 2 (Laser Standard og Radial) með Portsmouth-tölu. Brokeyingar stóðu sig þar með miklum ágætum; náðu öðru sæti í Optimist A (Búi Fannar Ívarsson) og fyrsta sæti í Optimist B (Hrefna Ásgeirsdóttir) en Sigurður Sean, Nökkva, náði fyrsta sæti í Optimist A. Í opnum flokki 1 lentu Topazarnir í 3. og 4. sæti undir stjórn Björns Bjarnasonar annars vegar og Hilmars Páls Hannessonar og Huldu Lilju Hannesdóttur hins vegar. Þorlákur Sigurðsson, Nökkva, var í fyrsta sæti. Í opnum flokki 2 hélt Kári Steinarsson einn uppi merkjum Brokeyjar á Laser með Standard-segli og lenti í fimmta sæti en Nökkvamennirnir Björn Heiðar Rúnarsson, Gauti Elfar Arnarsson og Dagur Daníelsson röðuðu sér í efstu þrjú sætin.

Úrslitin í heild sinni er að finna á heimasíðu Ýmis hér. Fleiri myndir frá æfingabúðunum og Miðsumarmótinu er hægt að skoða hér og hér. Myndirnar hér eru fengnar að láni þaðan.

Share this Post