Vel mætt á þriðjudegi

/ júlí 26, 2012

 Það var vel mætt þennan þriðjudag, enda góður vindur og skemmtileg braut sem áhöfnin á Ögrun bauð upp á: tveir þríhyrningar og pulsa í lokin, startbauja, Engey, Sólfar, Engey, Pálsflaga, Sólfar, Engey, Sólfar, mark. Margir gestir mættu, þar á meðal þeir nemendur á hásetanámskeiðinu hjá Óla sem enn þorðu á sjó eftir óveðurssiglingu daginn áður. Dögun var fyrst í millitíma á Pálsflögu en Xena hafði þetta að lokum og Aría lenti í öðru sæti.

Smellið á nánar til að skoða úrslit og fleiri myndir.

 Úrslit (Brokeyjarforgjöf):

Bátur Tími
Forgjöf
Leiðréttur
Sæti
Mismunur
Xena 00.58.46 1,036 01.00.53 1  
Aría 01.03.29 0,971 01.01.39 2 00.00.46
Dögun 01.14.48 0,841 01.02.54 3 00.01.16
Aquarius 01.05.00 0,975 01.03.23 4 00.00.28
Ásdís 01.24.23 0,752 01.03.27 5 00.00.05
Sigurvon 01.11.55 0,930 01.06.53 6 00.03.26
Ögrun 01.10.05 0,971 01.08.03 7 00.01.10
Día 01.53.50 0,798 01.30.50 8 00.22.47
 
 
 

 

Share this Post