Vetrarstarfið hefst á ný

/ janúar 5, 2010

Vetrarstarf Brokeyjar hefst á ný eftir hátíðirnar næsta sunnudag klukkan 11:00. Þá verður opið hús í Nauthólsvíkinni, farið yfir gjörlista og kænustarf reynslubolta skipulagt; jafnvel sett upp segl ef viðrar. Kænusiglingar eru frábært sport fyrir unga sem aldna og ekkert síðra að sigla á veturna í veðurparadísinni í Fossvoginum. Því er upplagt að skella sér í víkina, hlaupandi, hjólandi eða skautandi, og koma sér um leið í gott form fyrir Lífshlaupið sem hefst eftir aðeins mánuð. Ef illa viðrar er alltaf hægt að taka aðeins til hendinni í aðstöðunni. Heitt á könnunni.

Share this Post