Veturinn nálgast

/ september 8, 2013

2013-09-08 16.46.02

Nú styttist að „sumarið“ renni sitt skeið. Kranadagur verður í byrjun október, líklega á laugardegi (5. okt eða 12. okt) og Lokabrok, uppskeruhátíð Brokeyjar, verður líklega á sama degi. Áætluð dagsetning verður auglýst fljótlega en athugið að hífingin gæti frestast sökum veðurs.

Í vetur er planið að endurvekja skútukaffi á laugardagsmorgnum milli 10:00–12:00 á Ingólfsgarði. Þar gefst fólki tækifæri á að hittast og ræða málin. Skútukaffið er opið fyrir alla áhugasama um skútusiglingar, ekki bara félagsmenn.

Einnig hefur myndast ákveðinn hópur fullorðinna kænusiglara sem hafa áhuga á því að sigla kænum í vetur. Klúbburinn á Lazer og Topper Topaz  kænur sem eru gerðar út frá Nauthólsvík og væri fyrirtak að komast í gott form fyrir Áramótið 2013-2014. Stefnt er að vetrarhópur kænusiglara hittist á sunnudagsmorgnum kl. 10:00. Áhugasamir sendi póst á formadur@brokey.is eða olafur.mar@simnet.is

Skútukaffið og Vetrarkænusiglingar hefjast eftir kranadag.

Og nú þegar haustlægðirnar blása eru skútueigendur á Ingólfsgarði minntir á að ganga vel frá landfestum.

Share this Post