Viking Offshore Race 2018

/ október 27, 2017

Næsta sumar verður Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey síðasti áfangastaður alþjóðlegrar siglingakeppni, Viking Offshore Race. Keppnin fer frá Noregi til Íslands um Hjaltlandseyjar og Færeyjar og skiptist í þrjá leggi. Hægt er að skrá sig í keppni í einum eða fleiri leggjum. Til dæmis er hægt að taka aðeins þátt í lokaleggnum frá Þórshöfn til Reykjavíkur.

Um er að ræða framlengingu á keppni til Leirvíkur á Hjaltlandseyjum sem norsku siglingafélögin Norsk havseiler- og krysserklubb og Hordaland seilkreds hafa haldið um árabil. Tryggingafélagið Pantaenius er aðalstyrktaraðili keppninnar. Brokey tekur þátt sem meðskipuleggjandi og móttökuaðili á Íslandi.

Einhverjar íslenskar áhafnir eru víst að hugsa sér til hreyfings. Hér fyrir neðan er  auglýsingamyndband.

Vefur keppninnar

Tilkynning um keppni

Facebook-síða keppninnar

Share this Post