Viking Offshore Race í höfn

/ júlí 10, 2018

Þátttakendur í Viking Offshore Race, úthafssiglingakeppni frá Noregi til Íslands, eru að tínast inn í Reykjavíkurhöfn. Sex áhafnir þreyttu keppni á síðasta leggnum frá Þórshöfn til Reykjavíkur, þar á meðal félagar okkar á Xenu.

Á morgun verðum við með grillpartý keppendum til heiðurs á Ingólfsgarði eftir þriðjudagskeppni um kl. 19:30. Við vonumst til að sem flestir felagar láti sjá sig. Skúturnar eru hver annarri glæsilegri og verður gaman að heyra hljóðið í keppendum eftir lengsta legg keppninnar í vægast sagt rysjóttu veðri.

Á miðvikudag verður móttaka á vegum hafnarinnar fyrir boðsgesti og afhending verðlauna í Hafnarhúsinu.

Þess utan verða mestar líkur á að hitta á keppendur á Petersen-svítunni í Gamla bíói eða niðri við höfn.

Share this Post