Vinna hafin við flotbryggjuna
Vinna er nú hafin við tímabundinn flutning flotbryggjunnar við Ingólfsgarð. Eins og sést á myndinni hafa flestar festarnar verið teknar upp á bryggju og allir útleggjararnir. Svo er bara að vona að takist að koma henni aftur á sinn stað og ganga frá henni fyrir sumarið.

