Vinsamlegast leiðréttið bryggjulistann

/ september 12, 2007

Jæja, einhverjir bátar slitu landfestar á flóðinu í morgun. Besta sleit af sér 16mm landfesti í spring stjórnborðsmegin sem var hlémegin og einhverjir aðrir bátar slitu sig lausa. Samkvæmt vindmælingum á miðbakka fóru vindhviður yfir 22ms sem er um það bil rúmir 40 hnútar eða 8 til 9 vindstig. Nú er komið haust og allra veðra von þannig að endilega tvítryggið allar landfestar og gangið vel frá öllu lauslegu. Átökin geta verið mikil.
Og enn og aftur, vinsamlegast leiðréttið bryggjulistann hér fyrir neðan ef símanúmer eru röng (smella á: Read More)…

og bætið endilega við fleiri tengiliðum svo hægt sé að hringja í menn ef eitthvað kemur fyrir. Bátseigendur BESTA, Dísar, Aríu og annarra báta vilja koma þökkum til Arnars sem fór niður á bryggju í morgun og lét eigendur vita að ekki væri allt með felldu.
Til að geta skrifað í Comments þarf að ská sig inn hér vinstramegin.
Username: gestur
Password: siglandi
{mosimage}

Share this Post