Vistvænna vín

/ febrúar 25, 2008

{mosimage}
Franskir vínbændur hyggjast gera umhverfinu gott og snúa til fyrri hátta. Nú er verið að lesta 60.000 flöskum um borð í barkskipið Belem. Ferðinni er heitið til Írlands…


Þessi háttur hefur ekki verið hafður á síðan á 19. öld. Siglingar til fleiri staða eru í farvatninu. Með þessu vilja bændurnir draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Reiknast mönnum til að spara með þessu 22.680 kg af koltvísýringi.

Þá verður hægt að drekka vínið með virkilega góðri samvisku. Ætli reki og sjórán verði þá aftur góð búbót?

Þess má geta að Tesco í Bretlandi flytur sitt vín nú eftir kanölum. Þannig hafa þeir sparað sér 50 flutningabíla og 80% losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta gera þeir á sama tíma og við Íslendingar hættum strandsiglingum og flytjum allt með stórum flutningabílum, spúandi eimyrju og skapandi hættu fyrir aðra vegfarendur á okkar frumstæðu vegum. Erum við ekki soldið á eftir?


Þessu ótengt, eða ekki, er von á frönskum vínbændum til Íslands í sumar. Hafa þeir sérstakan áhuga á að reyna siglingar hér.

Hér má lesa nánar um þetta.

Share this Post