Volvo Ocean Race hefst 29. október

/ október 22, 2011

 
Um næstu helgi hefst Volvo Ocean Race. Þetta er ein af þeim stóru. En þetta er sýnd veiði en ekki gefin fyrir þá sem langar til að fylgjast með því hverfandi líkur eru á að nokkuð rati í íslenska miðla. Hér má sjá lista yfir sjónvarpsstöðvar sem fylgjast munu með keppninni. Þar er enga íslenska stöð að sjá. Því miður höfum við ekki aðgang að þessum stöðvum með góðu móti. Hér má þó sjá hina spánsku TV3 á netinu. Svo er bara að sjá hvort þetta virkar. Ef einhver sér einhverja lausn má sá hinn sami endilega deila henni með okkur hinum.
 
Share this Post