Vonglaðir taka nú sumrinu mót

/ janúar 25, 2014

20140125_113204

Hátt í þrjátíu stoltir félagsmenn misstu ekki af góðum aðalfundi sem haldinn var laugardaginn 25. janúar í félagsaðstöðunni á Ingólfsgarði. Eftir basl og barlóm undangenginna ára geta félagsmenn horft vonglaðir til framtíðar. Áki formaður þakkaði það sérstaklega ötulli vinnu fyrrverandi formanns, Kristjáns Sigurgeirssonar. Góður gangur er á öllum málum og margt spennandi í farvatninu.

Stjórnarmenn gáfu allir kost á sér til endurkjörs utan Jóns Ólafssonar gjaldkera. Við þökkum Jóni sérlega vel unnin störf. Nýr í stjórn var kjörinn Áki G. Karlsson. Við óskum stjórninni áframhaldandi góðs gengis og lofum að leggja hönd á plóg og styðja hana í hvívetna. Nú má sumarið koma.

1 Comment

  1. Takk fyrir góðan fund. Þið eigið heiður skilið fyrir hve vel virðist haldið á málum félagsins. Það er ekki sjálfgefið.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>