Xenuþjófar

/ maí 26, 2009

Það var áhöfnin á Xenu sem bauð uppá réttan Jóa og Jóa mini, þ.e. Brokey–Sjöbauja–Hjallasker–Brokey + Brokey–Akureyjarrif–Brokey.

Þrír bátar þjófstörtuðu – óvanalegt að sjá. Þetta voru Xena, Ögrun og Aría. Aría var sú eina sem sinnti merkjum keppnisstjórnar og startaði að nýju. 

Það rifjuðust vissulega upp gömul þriðjudagslogn. Yndisleg vissulega, blaktir ekki hár á höfði er sólin gyllir Snæfellsjökul … en kannski ekki akkúrat það sem er efst á óskalistanum þegar maður vill komast í mark á sem skemmstum tíma og angan af grilluðum pylsum leggur um sundin. Sem betur fer tók keppnisstjórn millitíma á milli brauta því blása þurfti keppni af. Þeir skrítnu vindar sem blásið höfðu úr öllum áttum um kvöldið töldu nóg komið og létu sig hverfa.

Þetta eru millitímarnir sem náðust meðan enn blés. 

  Sæti    Bátur     Sigldur     Forgjöf     Leiðréttur  
 1  Lilja   1:28:28  0.982  1:26:52
 2  Dögun  1:44:46  0.840  1:28:00
 3  Aría  1:31:24 1.018 1:33:03
 4  Dís  1:34:53 1.023 1:37:04
 5  Sigurvon   1:42:22 0.950 1:37:15
 DNF  Ásdís  0:00:00 0.840 0:00:00
 DSC  Xena  (1:25:30) 1.053 (1:30:02)
 DSC  Ögrun  (1:38:42) 1.008 (1:39:29)

 

Share this Post