Yðar tign

/ júlí 30, 2006

Ég frétti það frá Pierre Cholle sem við gistum hjá að ég ætti að mæta hjá bæjarstjóra Paimpol á miðvikudeginum. Hann vildi meina að ég ætti að taka á móti einhverju og gerast heiðursborgari í Paimpol. Sjálfur vissi ég að Pierre er ekkert allt of slunginn í að þýða eitthvað yfir á ensku þannig að ég var aldrei viss hvort maður yrði heiðursgestur í einn dag sem væri bara fínt og sjálfsagt mál að heimsækja bæjarstjórann og fleiri.
Það eina sem ég hafði saknað við verðlaunaathöfnina árið 2000 var hátíðarbúningurinn minn, ég hafði hann með í þetta sinn, sem átti eftir að koma sér vel.
Það var að vísu heitt og ég þakkaði almætinnu fyrir að það var skýjað þennan dag annars hefði hreinlega verið of hlýtt til að klæðast múnderíngunni.
Ég veit ekkert nákvæmlega hvers vegna ég fékk þennan titil, heiðursborgari í Paimpol, en ég tók við honum fyrir hönd ykkar allra sem tóku þátt árið 2000, allra sem aðstoðuðu okkur og ykkar sem hafa komið að því að aðstoða í kringum keppnina Skippers D’ Islande.
Keppendur og mótshaldarar voru himinlifandi með móttökurnar og allt hér á klakanum.

Baldvin
{moscomment}

Share this Post