14 ára patti heiðraður fyrir íþróttamannslega hegðun

/ mars 20, 2007

{mosimage}J.D Reddaway hlaut þennan heiður í USA fyrir að aðstoða mótherja sinn. Það voru 85 optimistar að fara að starta í Orange Bowl keppninni.


Meðan ræsingin fór fram velti ungur keppandi bát sínum. J.D. tók eftir að sá í sjónum var ekki að ná að rétta bát sinn við og þar sem mikill hamagangur var í startinu var ekki hægt að koma boðum til aðstoðarfólks keppnisstjórnar. Ljóst var að eitthvað var að þannig að J.D. stökk sjálfur fyrir borð og aðstoðaði unga siglarann sem reyndist flæktur í stórskautinu. Hann losaði hann og beið hjá honum eftir aðstoð.

Íþróttamannsleg framkoma er auðþekkjanleg hvar sem er og víða mætti vera meira af henni. Íþróttamannsleg framkoma er nauðsinleg hverri íþrótt og hverju samfélagi. Óeigingjarnt framlag fjölmargra er sá grunnur sem íþróttir byggja á. Áralöng vinna, góðar fyrirmyndir og einstök atvik, allt eru þetta dæmi um sanna íþróttamenn. Það eru ekki bara þeir sem koma fyrstir í mark sem eru bestu íþróttamennirnir.

Share this Post