20 rúður brotnar

/ desember 4, 2009

Næstum hver einasta rúða eða 20 stykki voru brotnar í aðstöðu barna og unglingastarsins í Nauthólsvík aðfararnótt fimmtudags. Ekki þarf að fjölyrða um hve bagalegt þetta er fyrir starfsemi félagsins á þessum stað. Við óskum hér með eftir aðstoð félagsmanna við að koma nýjum gluggum fyrir í stað hinna í dag og á morgun.

Þess má geta að vaktmaður Ístaks á byggingarsvæði Háskólans í Reykjavík er nágranni okkar í Svifflugufélaginu. Hann fylgist því náið með og er með nokkur bílnúmer skráð eftir nóttina. Hann hefur alltaf afskipti af öllum sem þarna eru að þvælast á nóttunni, skráir allt niður og fylgist vel með en þessir skemmdarvargar sluppu gegnum fingur hans þetta sinn.

Share this Post