Íslandsmót kjölbáta 2013 – Dagskrá

/ ágúst 14, 2013

Fimmtudagur 15. ágúst

 • Skipstjórafundur kl. 17:00 (afhending gagna, greiðsla keppnisgjalda).
 • Start er áætlað kl. 18:00 (sjá keppnisfyrirmæli).
 • Kaffi í boði þegar komið er í land.

Föstudagur 16. ágúst

 • Skipstjórafundur kl. 13:00.
 • Start er áætlað kl. 14:00 (sjá keppnisfyrirmæli).
 • Pizza í boði þegar komið er í land.

Laugardagur 17. ágúst

 • Skipstjórafundur kl. 09:00.
 • Start er áætlað kl. 10:00 (sjá keppnisfyrirmæli).
 • Kl. 19:00 er grillveisla (innifalin í keppnisgjaldi), drykkir seldir á vægu verði. Fyrir aðra en keppendur er hægt að kaupa sig inn í matinn fyrir 1.500 kr. en þá er nauðsynlegt að skrá sig með því að senda póst á skraning@brokey.is fyrir kl. 14:00 sama dag. (greitt á staðnum).
 • Verðlaunaafhending (ef tekist hefur að sigla a.m.k. sex umferðir).

Sunnudagur 18. ágúst (varadagur)

 • Skipstjórafundur kl. 09:00.
 • Start er áætlað kl. 10:00 (sjá keppnisfyrirmæli).

ATH. Við mælum með að áhafnir sé með drykki og nesti. Sérstaklega á laugardeginum þegar ekki verður farið í land heldur einungis tekið hlé á milli umferða.

Annað. Það verða tveir öryggisbátar á svæðinu. Annar báturinn mun vera með myndatökumann sem klippir svo efnið fyrir RÚV. Hinn báturinn mun vera til aðstoðar keppnisstjórn ásamt því að taka upp störtin og það helsta sem gerist. Það efni verður sýnt í sjónvarpi á Ingólfsgarði strax og komið er í land.

Nánari upplýsingar gefur keppnisstjóri. Jón Pétur Friðriksson í síma 694 2314 eða með tölvupósti á jp.fridriksson@gmail.com

Share this Post