/ apríl 2, 2014

londun

Sigurvon hefur verið á floti í allan vetur, alltof lítið notuð. Það kom þægilega á óvart hversu hreinn botninn er eftir þessa löngu veru í sjó. Nú verður hafist handa við að skúra, skrúbba og bóna bátinn ásamt því að botnmála. Að því loknu fer hún á flot.
Þetta minnir okkur á að vorið er á næsta leiti og rétt að huga að vorverkunum. Ef vel viðrar væri hægt að sjósetja um eða eftir páska.
Á myndinni má sjá Óla og Magga Waage halda Sigurvon á milli sín.

Share this Post