Á móti umferð

/ júlí 25, 2007

{mosimage}


Það var ekkert aftakaveður þennan þriðjudaginn. Siggi keppnisstjóri treysti heldur ekkert á vindinn og lagði braut á ytri höfninni þannig að hann sæi alla alltaf. Auk þess gaf það honum færi á að taka tvo millitíma ef til styttingar kæmi…



Það bar helst til tíðinda að Sigurborg fór á móti einstefnu, á móti umferð, öfugan þríhyrning eins og sjá má á myndinni fyrir ofan.

Annars var keppnin róleg.

Aquarius fór rólega framúr Dögun, hlémegin á belg, svo nálægt að áhöfnin á Dögun þurfti að vara áhafnarmeðlim Aquariusar að fá ekki bómuna á Dögun í hausinn. Sem betur fer slapp það allt til í hamaganginum. Sá sem þetta skrifar man nú ekki eftir slíkri nálægð síðan áhöfnin á Bestunni sigldi framúr honum og rétti honum rauðvínsglas í leiðinni. „Klassamóment“.

Annars var það títtnefnd Besta sem sigraði þetta sinn enda munu þeir vera að draga sverð úr slýðrum fyrir Íslandsmótið. Lilja varð í öðru sæti. Frábært að sjá hvað hún er farin að sigla vel. Þeir munu vera efstir að stigum í keppninni um Íslandsbikarinn!!!
Tímarnir eru komnir inn. Athugið að e.t.v. þarf að „rífressa“ ef síðan hefur verið „kössuð“ í minni.
{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}

Share this Post