Aðalfundur 29. janúar

/ janúar 14, 2019

Enn eitt siglingaárið hefur tekið enda og komið að aðalfundi Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar. Fundurinn verður haldinn á Ingólfsgarði klukkan 20:00 að kvöldi þriðjudagsins 29. janúar. Við biðjum alla félaga að taka kvöldið frá. Dagskráin er eftirfarandi:

  1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
  3. Skýrslur nefnda lagðar fram.
  4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
  5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
  6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
  7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
  8. Kosning formanns
  9. Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna sem skipta með sér verkum í
  10. samræmi við 10. grein.
  11. Kosning tveggja skoðunarmanna.
  12. Ákvörðun félagsgjalda.
  13. Önnur mál.
  14. Fundarslit.

Við bendum öllum þeim sem vilja bjóða sig fram til stjórnar eða formanns að hægt er að tilkynna framboð með því að senda tölvupóst á brokey@brokey.is. Það er samt ekki skilyrði fyrir framboði að tilkynna það fyrirfram og vel hægt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Eins er hægt að gera athugasemd við þetta fundarboð á Fésbókarsíðu félagsins og láta vita af framboði.

Share this Post