Aðstaða Ýmis

/ júní 9, 2008

Búið er að taka fyrstu skóflustungu að nýju félagsheimil Siglingafélagsins Ýmis við Fossvoginn í Kópavogi. Það mætti mikill fjöldi fólks á staðinn til að verða vitni að þessum stórmerka atburði. Þarna rís sannarlega besta aðstaða á landinu til að iðka siglingaíþróttina.

Þau voru reyndar misjöfn loforðin sem pólítíkusarnir gáfu allt frá jólum til vors. En þar sem það var bæjarstjórinn sjálfur Gunnar Birgisson sem sagði fyrir næsta vor þá skulum við í það minnsta búast við því að svo verði. Það tekur jú smá tíma að byggja 400 fermetra hús. Gerum þá ráð fyrir að starfsemin geti hafist með eðlilegum hætti næsta vor um leið og skólum lýkur.
Höfnin er sannarlega frábært mannvirki og þær teikningar sem hafa sést af húsnæði klúbbsins lofa góðu.
Það væri nú við hæfi að fara að vinna að aðstöðumálum í Reykjavík og víðar með sambærilegum hætti.

Því miður vorum við svo dolfallin öll sem þarna voru að það steingleimdist að taka mynd af skóflustungunni.

Share this Post