Að plana

/ júní 4, 2008


Þetta athæfi, að láta flugvél plana á vatni var reynt hér á landi fyrir mörgum, mörgum árum við Kjalarnes með góðum árangri. En það þótti eitthvað miklu verra en fífldirfska og var talað um að hirða flugskírteinið af viðkomandi og helst stinga honum í steininn. Hvort til þess kom vitum við ekki en Ómar Ragnarsson reyndi að bera í bætifláka fyrir þessa uppátækjasömu flugmenn. Þeir vita það sem staðið hafa á sjóskíðum að sjórinn virkar grjótharður þegar maður er kominn á ferð.

Share this Post