Ævintýrasiglingar með Opal

/ nóvember 19, 2013

opal

Skonnortan Opal mun í vetur liggja hjá Brokey, við Ingólfsgarð. Ætlunin er að bjóða uppá ferðir fyrir hópa og fyrirtæki sem langar að prófa eitthvað nýtt. Tilvalið fyrir starfsmannafundi, fjölskyldur og vinahópa eða hvað með brúðkaupið? Það væri glæsilegt! Það mætti taka Titanic-atriðið á bugspjótinu. Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast gömlu sjóræningjaskipi, hífa segl og sveifla sér í spottum. Eða láta áhöfnina um það og njóta útsýnisins yfir Sundin og til hafs.

Opal er 32 metra tvímastra skonnorta, sannkallað sjóræningjaskip. Öll þægindi eru um borð, fundar/borðaðstaða með viðarkamínu og kósíheitum auk allra öryggisatriða og hlýrra öryggisgalla. Veitingaþjónusta og lifandi tónlist ef óskað er. Nánari upplýsingar gefur Birna Lind í síma 698 0119.

 

Share this Post