Af hverju ekki?

/ september 9, 2006

Það er rétt að benda sérstaklega á umfjöllun um Pourquoi pas? í sunnudagsmogganum. Þetta er vel skrifuð umfjöllun um mannskaðaveður sem tók líf fjölda sjófarenda, íslenskra, norskra og franskra, þann 16. September fyrir sjötíu árum síðan. Það hvessti eins og hendi væri veifað. Talið er að vindurinn hafi farið upp í allt að 18 vindstig.

Við þetta má bæta að uppi eru hugmyndir um keppni kringum Þormóðssker. Það er mátulega löng strandsigling og keppnina mætti kalla „Af hverju ekki?“

Share this Post