Áform um friðlýsingu Lundeyjar

/ maí 27, 2020

Umhverfisstofnun, ásamt Reykjavíkurborg og landeiganda, kynnir hér með áform um friðlýsingu Lundeyjar í Kollafirði sem friðland, í samræmi við 49. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.

Lundey liggur í innanverðum Kollafirði og felst markmið friðlýsingarinnar í að vernda mikilvæga sjófuglabyggð sem þar er auk sérstaks gróðurlendis.
Í erindi í viðauka má nálgast frekari upplýsingar um svæðið, friðlýsingarflokk og hvernig skuli skila inn athugasemdum varðandi áformin.

Sjá nánar hér: http://brokey.is/wp-content/uploads/2020/05/Áform-um-friðlýsingu-Lundeyjar-1.pdf

Umhverfisstofnun leggur áherslu á samráð við gerð friðlýsinga og hvetur stofnunin þá sem hagsmuni hafa að gæta til að skila inn athugasemdum. Einnig vill stofnunin hvetja samráðsaðila til að senda inn upplýsingar um svæðið sem kunna að koma að notum við gerð friðlýsingarinnar.

Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 29. júlí 2020. Athugasemdum
má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða
senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Frekari upplýsingar veita Aron Geir Eggertsson, aron.geir@ust.is og Hildur
Vésteinsdóttir, hildurv@ust.is með tölvupósti eða í síma 591-2000.

Share this Post