Afsláttur á skútum í Tyrklandi

/ desember 6, 2006

{mosimage}
Kæra Skútufólk!

Við hjá Seaways-Sailing, íslenska skútuleigan í Tyrklandi höfum nú klárað okkar fyrsta tímabil og erum sæl eftir sumarið. Við höfum tekið á móti mörgum íslendingum ásamt öðrum þjóðernum sem allir snéru heim alsælir með bátana okkar og siglingasvæðið, Lyciancoast í Tyrklandi, sem er eitt það allrabesta í Miðjarðarhafinu…


Nú þegar kominn er vetur og allir bátar komnir uppá land og við komin 
á kaf í undirbúning fyrir næstu vertíð, langar okkur að vekja athygli á
því við erum að bjóða "Early Booking discount" afslátt sem nemur 15% af
leiguverði seglskútu , ef  bókað og staðfest er fyrir 01.01.2007
    
Við vonumst til að taka á móti ennþá fleiri íslendingum á komandi
sumri. Siglingatímabilið byrjar hjá okkur 01.04.2007 og endar
15.11.2007.
Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar, þá hikið ekki við að hafa
samband á tölvupósti: info@seaways-sailing.com eða í síma +354 8918747

NJÓTIÐ AÐVENTUNNAR!
Kærar kveðjur,
Sigurveig og Önundur


www.seaways-sailing.com

Share this Post