Allir komu þeir aftur. Líka Magnolia

/ júlí 25, 2006

Já allar skúturnar eru komnar til Paimpol heilu og höldnu, tja nema Magnolia sem fer yfirleitt frekar hægt yfir, þrátt fyrir að vera tvíbytna. Sumar skútur eru reyndar í Lezardeux sem er næsti fjörðu við hliðina, vestan megin. Þar koma bátarnir í raun allir í mark því þar er hægt að sigla inn hvernig sem stendur á flóði. Hæðarmunurinn á flóði og fjöru hérna er 12 -14 metrar. Höfninni í Paimpol er því lokað nema á flóði þá stendur hún opin í nokkra tíma. Ojæja, það eru nokkrar myndir hér fyrir neðan bon appetit!

Við heyrðum smá sögu af Magnolia í dag. Það vor allir að reyna að ná sambandi við hana. Sjálfvirki staðsetningarbúnaðurinn virkar ekki. Þeir svöruðu ekki gerfihnattasímanum og fjölskyldur þeirra sem voru um borð náðu hvorki sambandi við þá né keppnisstjórnina, sem var auðvitað í heimsókn hjá bæjarstjóranum. Keppnisstjórinn náði þó loks sambandi við bátinn og allt var í fína lagi. Hann gat þá, um hádegisbil tilkynnt ættingjum og öðrum að þeir ættu bara um það bil 20 mílur eftir í mark.


{mosimage}
Nokkrir bátar

{mosimage}
Nokkrir fleiri bátar

{mosimage}
Nokkrir bátar í viðbót

{mosimage}
Enn fleiri bátar

{mosimage}
Sigurður Óli og Rannveig þurftu að fara heim í gær. Hér þykjast þau brosa á lestarstöðinni.

{mosimage}
En fyrst borðuðum við saman.

{mosimage}
Bíll frá siglingaskólanum

{mosimage}
Nei sko! Heiðursgesturinn að máta föt! Já hann á betri múnderingu en þetta. Hann hafði með sér íslenska þjóðbúninginn. Hvernig sem það kemur til með að ganga í 30 stiga hita…

Share this Post