Allir lagðir af stað?

/ júlí 16, 2006

Skúturnar virðast vera lagðar af stað frá Grindavík eftir að hafa beðið af sér þetta líka október skítaveður. Það hefur rignt 13 daga, hér í höfuðborginni, af þeim 16 sem liðnir eru af Júlí. Hvað gerir maður þá? Skreppur bara til Paimpol! Þeir sem vilja fara þangað siglandi gætu verið snöggir og náð fari með Azawakh, sem kom til Reykjvavíkur með bilaða sjálfstýringu og vantar áhöfn.

Í gær höfðu bara IRC forgjafarbátarnir lagt af stað, nema fjörkálfarnir á fjörtíufetaranaum Thuda Popka sem ætla sér greinilega að vinna þetta. Það hljóta allir að hafa lagt af stað í gærkvöld þegar veðrið gekk loksins niður. Eins gott að það var ekki íslensk skúta að keppa, þeir hefðu ekki siglt í var, onei, þeir hefðu haldið áfram, og ég hefði verið um borð. Stundum er maður heppinn og stundum er maður heppinn.

Share this Post