Allt á floti á Ingólfsgarði, bæði inni og úti!!!

/ febrúar 24, 2015

Félagsmenn sem mættu á vikulegan fund s.l. sunnudagsmorgun, hefðu betur mætt með sundskýluna með sér þennan dag, því það hefði verið frábært að sitja saman á gólfinu í söltum sjó og svo var líka möguleiki að skella sér í sturtu úr sjó sem lak úr ljósum í loftinu. Húsnæðið sem Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey er í á Ingólfsgarði lekur sem sagt töluvert eins og má sjá á meðfylgjandi mynd. Við skulum vona að breytingar verði á næstu mánuðum með húsnæðið en húsnæðisnefndin vinnur hörðum höndum þessa dagana í lausn á þessu máli.

IMG_20150222_111700

IMG_20150222_111635

IMG_20150222_111632

IMG_20150222_111716

Share this Post