Ameríkubikarinn áfram í Evrópu
Svissneska Alinghi liðið sigraði Ameríkubikarinn í Valencia á Spáni í dag eftir æsispennandi keppni. Liðin voru vel jöfn allt þar til kom að síðustu vendingu að toppbaujunni. Þar fékk Emirates Team New Zealand dæmt á sig brot auk þess að vera rétt fyrir aftan.
Á síðasta legg, undan vindi, gerði ETNZ síðustu tilraun til að komast framfyrir. Þeir þurftu orðið gott forskot til að ná að taka tvo refsihringi og vera samt á undan í mark.
Rétt þegar bátarnir áttu stutt eftir í mark fór allt í vitleysu þegar vindurinn snérist skyndilega á móti. Alinghi lenti í vandræðum með belgseglið og að lokum rétt marði Alinghi sigurinn á undan Emirates Team New Zealand. Einn mest spennandi endasprettur í sögu kappsiglinga.
Hér er hlekkur á heimasíðu keppninnar.
Hér er eru úrslitin…
{mosimage}