Annar þriðjidagur

/ maí 23, 2012

Það blés ekki byrlega rétt fyrir startið þennan þriðjudag. En þegar 5 mínútna merkið var gefið mætti vindurinn. Keppnisstjóranum af Ögrun brá svo að hann flautaði 5-4-2-1, þ.e. seinna parið kom mínútu of snemma. Út brutust mikil slagsmál um borð í bátum hversu langt var í start þegar mínútu-flautið kom, tveimur mínútum fyrr en flestir bjuggust við. Áhöfnin á Sigurvon var svo heppin að geta setið á spjalli við keppnisstjórn og ákveðið að láta þetta standa og stakk af. Þegar hinar áhafnirnar tóku eftir að Sigurvon var horfin héldu þær út úr höfninni að leita að þeim. Þeir fundust svo við Akureyjarrifsbauju eftir að hafa farið fyrir Engeyjarrifsbauju. Þeim var svo fylgt fyrir Sjöbauju, Engeyjarrif, Pálsflögu og inn í höfn. Áhöfnin á „Svik & prettir“ uppskar sigur. Nýliðarnir á Flónni stóðu sig frábærlega og áhöfnin á Xenu muldi saltið úr reipunum og ryfjaði upp gamla takta.

En það er spurning hvor ekki megi setja út fleiri baujur, e.t.v. Sólfar og Banka eða eitthvað sniðugt? 

 

Share this Post