Áramót – úrslit

/ desember 31, 2009

Ýmir blés til áramóts í dag en ekkert varð úr eiginlegri keppni þar sem höfnina þeirra hafði lagt og ískrapi lá úti á víkinni. Auk þess var nánast enginn vindur svo menn sáu ekki fram á að geta siglt í gegnum klakaspöngina. Áramótsmeistarar síðasta árs létu það þó ekki á sig fá heldur sigldu með bikarinn frá Siglunesi á Topper Topaz og tókst að komast í land við landfyllinguna. Þeir héldu því að sjálfsögðu titlinum fyrir það hafa sett á flot þrátt fyrir allt.

 Fyrir hina var þetta skemmtilegt kaffispjall í frábærri félagsaðstöðu Ýmis og spennandi að fylgjast með Topaznum sigla einn gegnum ísinn út um gluggana í hlýjunni. 

 Það voru því þeir Ragnar Snorrason og Kári Logason úr Sigurfara sem hömpuðu bikarnum annað árið í röð fyrir að hafa boðið hafísnum byrginn þennan kalda gamlársdag. 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>