Áramót úrslit

/ desember 31, 2008

Hið árlega Áramót var haldið í dag. Í þetta sinn var um eiginlega tvíliðakeppni að ræða þar sem mættar voru áhafnir á tvo báta. Hvor áhöfn sigraði eina umferð. Áður en kom að úrslita umferðinni þá dró Brokeyjar liðið sig í hlé vegna bilunar í búnaði. Höfðu þeir félagar þá misskilið hvernig bátar snúa í seinni umferðinni og snúið seglinu niður og kilinum upp þónokkurn hluta keppninnar. Mikið af gestum kom til að fylgjast með keppninni. Myndir eru hér fyrir neðan:

 

Share this Post