Ársskýrsla Faxaflóahafna

/ júlí 20, 2007

{mosimage}Í ársskýrslu Faxaflóahafna fyrir árið 2006 kemur fram að Faxaflóahafnir eiga fimm sinnum fleiri bíla en báta (21/4). Ætli það sé skýringin á því að þá langar mest til að gera allt annað en að byggja hafnir? Þá langar meira til að leggja Sundabraut, tvöfalda Hvalfjarðargöngin og tvöfalda veginn á Kjalarnesi…



Þeir eiga líka slatta af peningum og þurfa að finna þeim einhver verkefni eins og það heitir á peningamáli.
Bókhaldið segir til um hagnað upp á tæpan hálfan milljarð, liðlega 10% bætingu frá árinu áður.


Svo eru þeir farnir að halda svokallað grænt bókhald. Varla setjum við strik í reikninginn þar.


Einnig kemur berlega fram í skýrslunni eyðslusukk þjóðarinnar. Hingað koma um 140 þúsund gámar (gámaeiningar (TEU)) á ári. Helmingur þeirra fer aftur út TÓMUR.


Það fór þó ekki svo að þeir nefndu okkur ekki á nafn:

Á árinu 2006 var haldin siglingakeppni þar sem skútur sigldu
frá Paimpol í Frakklandi til Íslands og til baka með viðkomu
á Grundarfirði. Siglingakeppni þessi er haldin á þriggja ára
fresti til minningar um veiðar Frakka við Íslandsstrendur á
19. og byrjun 20. aldar, en þær veiðar tóku verulegan toll af
mannslífum ungra manna m.a. frá Paimpol. Keppnin tókst
afar vel m.a. með traustum og góðum stuðningi Siglingafélags
Reykjavíkur, Brokeyjar. Gert er ráð fyrir að keppnin verði
næst haldin á árinu 2009.


Við getum alveg tekið undir þetta og vonum að samstarfið eigi eftir að eflast enn frekar.
Þeir nefna þó ekki að aðalmennirnir, þeir Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Baldvin Björgvinsson, skútustjóri og svartfuglsgrillari voru gerðir að heiðursborgurum Paimpol og hafnarstjórinn sigldi svaðalegri keppnisskútu frá Reykjavík til Grundarfjarðar. Þeir nefna það bara næst…

Share this Post