Athugið skemmdir á bátum

/ júlí 25, 2009

Um klukkan átta í kvöld fór dráttarbáturinn Leynir í bráðaútkall. Skip var að losna frá bryggju við olíugarðinn eða inni í Sundahöfn. Hann bjó til stóra bógöldu og margir bátanna sem liggja utanvert við Brokeyjarbryggjuna slógu saman möstrum. Stórseglsupphalið á Sigurvon kræktist utan um masturstoppinn á Norninni og þeir festust saman. Þær skemmdir sem sáust neðan af bryggjunni voru: 
Nornin með bogið vindex
Sigurvon með brotið vindex
Dúfa með brotna loftnetsfestingu og vindex í tætlum
Gúa með bogna festingu fyrir vindex. 
Eigendur báta þurfa að skoða hvort möstur eða stög hafa skemmst. Þá þurfa eigendur Sigurvonar að ná stórseglsupphalinu sem liggur núna yfir toppinn á mastrinu á Norninni, en það er búið að losa bátana í sundur. 
Faxaflóahafnir hljóta að bæta tjónið.

Share this Post