Atlantshafið loksins! (Tvímenningskeppnin)

/ nóvember 15, 2007

Paprec Virbac fór í gegnum hliðið í Gíbraltarsundi klukkan 02:25 í nótt en PRB tuttugu mínútum seinna. Síðan hafa hinir verið að skríða í gegn í dag Estrella Damm klukkan 07:33 Temenos kl 09:59. Veolia og MM eru nýsloppnir í gegn en……Delta Dore og Bossinn ættu að komast í kvöld. Servane og Albert Bargués á Menntuninni þurfa hins vegar að slást við lognpollana í Miðjarðarhafinu vel fram á morgundaginn því þau eiga eftir næstum 100 sjómílur í Gíbraltar.
Kokkpittið lítur út eins og spaghetti eftir eilífar vendingar og seglabreytingar. Þessi fyrsti leggur hefur alveg orðið jafn erfiður og spáð hafði verið sagði einn keppandinn þegar hann loksins slapp út á Atlandshafið og inn í norðanáttina.


{mosimage}
Leiðin suður að Kanarí gæti þó orðið sumum erfið því spáin bendir til þess að það gæti orðið dauðalogn norðan við eyjarnar þegar seinni bátarnir koma þangað. Ef þessi spá gengur eftir gæti bilið á milli bátanna, sem nú er lengst 180 sjómílur, margfaldast.
Sjá
www.barcelonaworldrace.com/

Share this Post