Atvinna í boði:

/ ágúst 3, 2015

Áhöfn óskast á vikingaskipið Véstein

Reykjavik Viking Adventure býður uppá stuttar ferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík á víkingaskipinu Vésteinn, sem er 12 metra langskip sem byggt var á Þingeyri eftir norska Gaukstaðaskipinu frá árinu 890. Skipið tekur 12-18 farþega og er með tvo í áhöfn, skipstjóra og aðstoðarskipstjóra/leiðsögumann. Í ár munum við sigla út september og síðan frá byrjun maí til loka september árlega.

Markmiðið er að farþegar upplifi siglingar víkinga og menningu landnámsmanna sem hingað sigldu yfir úthaf á svona seglskipum. Siglingatækni víkinganna var helsta ástæðan fyrir uppgangi víkinganna í Norður Evrópu á Víkingaöldinni.

Annars vegar óskum við eftir skipstjóra með réttindi á <12 metra bát (pungapróf) auk grunn- og hóp- og neyðarnámskeiðs Slysavarnafélagsins. Við leitum að ábyrgum aðila, konu eða karli með reynslu af siglingum og góða samskiptahæfni á ensku og íslensku.

Hins vegar óskum við eftir leiðsögumanni með framúrskarandi samskiptahæfni á ensku og íslensku og próf í hóp- og neyðarstjórnun. Við leitum að karli eða konu með brennandi áhuga á siglingum, hæfni til að hjálpa fólki að upplifa víkingamenninguna.

Nánari fyrirspurnir og umsóknir sendist til info@reykjavikvikingadventure.is

Endilega fylgist með verkefninu á Facebook síðunni okkar:
https://www.facebook.com/reykjavikvikingadventure

Bestu kveðjur,
Ketill Berg Magnússon og Þórhallur Arason