Aðalfundur

Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, verður haldinn laugardaginn 31. janúar, klukkan 10:30 á Ingólfsgarði. Venjuleg aðalfundarstörf.

Kjölbátasamband Íslands

Fyrirlestur verður þann 3. mars 2014 í húsnæði ÍSÍ í Laugardal, 3. hæð. Hann verður á hagnýtari nótunum. Fyrirlesarar eru þeir Markús Pétursson sem segir okkur frá hvaða heimavinnu við þurfum að vinna áður en lagt er af stað til annarra landa. Kona Markúsar sagði okkur frá hinni hliðinni í haust þegar við fengum lýsingu á daglegu lífi um borð.

Read More

Áramót

Svalasta siglingakeppni ársins fór fram í Fossvoginum í gær hjá siglingafélaginu Ými.  Brokeyingar létu sig ekki vanta og svo fór að Hulda Hannesdóttir sigraði keppnina. Úrslit eru á heimasíðu Ýmis.

Kjölbátasamband Íslands

Fyrirlestur þann 30. desember 2013 í sal Færeyska sjómannaheimilisins Örkin, Brautarholti 29 kl:20:00. Pétur Pétursson sem búsettur hefur verið í Green Cove Springs í Flórídaríki í Bandaríkjunum til nokkra ára ætlar að segja okkur frá siglingum sínum og fjölskildu sinnar á skútunni Dagnýu yfir Atlanshafið frá USA til Póllands og síðan aftur til baka til Dóminica.Vetursetur í Karabiska hafinu og

Read More

Gleðilega hátíð

Nú lýsa jólaljósin upp skammdegið og jólahátíðin nálgast. Árið sem er að líða hefur verið bæði viðburðaríkt og skemmtilegt hjá okkur í Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey. Okkur langar að óska öllum gleðilegra jóla og vona að nýtt ár færi okkur gott veður og góðan byr til siglinga. Stjórnin.

Lagnavinna á Ingólfsgarði

  Lokað er á almenna bílaumferð á meðan verið er að vinna í lögnum á Ingólfsgarði.  Áætlað er að verkinu ljúki fyrir 10. desember.