Hátíð hafsins

Hátíð hafsins

Eins og venjulega ætlum við að gera okkur glaðan dag á Hátíð hafsins næstkomandi laugardag. Siglingakeppni verður ræst með fallbyssu Landhelgisgæslunnar kl. 2 (skipstjórafundur kl. 1). Meðan á keppni stendur og á eftir verður opið hús og vöfflukaffi í félagsheimilinu, svo endilega bjóðið fjölskyldu og gestum að kíkja við. Tilkynning um keppni á Hátíð hafsins 2018

Styrkur vegna landsliðsverkefna

Styrkur vegna landsliðsverkefna

Hulda Lilja Hannesdóttir fékk á laugardaginn afhentan styrk frá félaginu að upphæð 200.000 kr. vegna þátttöku í heimsmeistaramótinu í Árósum í júlí og ágúst og fleiri landsliðsverkefna á árinu. Hluti af styrknum var framlag úr afrekssjóði ÍBR. Marcel Mendes da Costa íþróttafulltrúi afhenti Huldu styrkinn. Hulda Lilja hefur um árabil verið öflugasta siglingakona landsins. Hún stundar nám við Háskólann í

Read More

Opnunarmót kæna: Úrslit

Opnunarmót kæna: Úrslit

Opnunarmót kæna var haldið í Skerjafirði laugardaginn 26. maí. Úlfur Hróbjartsson var keppnisstjóri. Fimm keppendur tóku þátt og sigldu fjórar umferðir. Úrslit urðu þessi: Keppandi félag Bátur segl# forgjöf umf 1 Umr tími sæti umf 2 Umr tími sæti umf 3 Umr tími sæti umf 4 Umr tími sæti Heildarstig sæti Dagur Tómas Ásgeirsson  Brokey  Laser Radial 8 1142 19:54:00

Read More

Kranadagur á laugardag

Kranadagur á laugardag

Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og allt klárt að hífa í sjó. Kranadagur verður næsta laugardag þann 28. Háflóð er kl. 17:45 svo það er best að fólk mæti fyrir kl. 16:00. Verð fyrir hífingu er 15 þúsund á bát, greitt með reiðufé á staðnum. Við minnum á að fólk láti vita ef það vill fá bryggjustæði. Við

Read More

Samflot á Sigló 2018

Samflot á Sigló 2018

Þann 13. mars síðastliðinn var fundur um fyrirhugaða samsiglingu á Siglufjörð fyrir norrænu strandmenningarhátíðina sem verður haldin þar 4. til 8. júlí í sumar. Á fundinum voru ýmsar hugmyndir ræddar eins og varðandi tímasetningar, undirbúning, ábyrgðir, áhafnarpláss og fleira. Talsverður áhugi er á siglingunni hjá nokkrum bátseigendum og sömuleiðis eru áhugasamir siglarar sem vilja koma með. Hugmyndin er að koma

Read More

Siglingaárið tekur á sig mynd

Siglingaárið tekur á sig mynd

Það er smám saman að komast mynd á siglingaárið 2018 og dagsetningar að skýrast. Það eru mjög margir spennandi viðburðir framundan og af nógu að taka fyrir kænufólk, krúsera og kappsiglara. Það var vel mætt á fund um dagskrá félagsins á Ingólfsgarði síðasta laugardag. Miklar umræður sköpuðust um einstaka viðburði siglingaársins og nokkrum dagsetningum var hnikað til. Áki formaður gaf

Read More