Áhöfn óskast á vikingaskipið Véstein Reykjavik Viking Adventure býður uppá stuttar ferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík á víkingaskipinu Vésteinn, sem er 12 metra langskip sem byggt var á Þingeyri eftir norska Gaukstaðaskipinu frá árinu 890. Skipið tekur 12-18 farþega og er með tvo í áhöfn, skipstjóra og aðstoðarskipstjóra/leiðsögumann. Í ár munum við sigla út september og síðan frá byrjun
Magnús Arason og Hulda Lilja Hannesdóttir frá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey voru kosin siglingamaður og siglingakona ársins á lokahófi Siglingasambands Íslands sem fór fram laugardaginn 15. nóvember. Það er áhöfnin á Dögun, einnig frá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey sem er Íslandsbikarmeistari siglinga 2014 en í áhöfn er Þórarinn Stefánsson, Magnús Waage, Magnús Arason og Ólafur Már Ólafsson. Önnur verðlaun: Siglingaerfni ársins
Sælir siglingamenn og sælar siglingakonur! Á vormánuðum ýttum við Helga Lilja kærastan mín nýju fatamerki úr vör; bið að heilsa niðrí slipp. Hönnunin er einföld og stílhrein og ráða höfuðáttabaujurnar þar flestu, rétt eins og á sjó …
Nokkrir meðlimir Royal Nova Scotia Yacht Squadron frá Kanada komu í Lokabrok félagsins 18. október sl. en um 18 félagar klúbbsins komu til Íslands til að skoða og kynna sér land og þjóð. Hluti hópsins kom í heimsókn til okkar en stór hluti var á ferðalagi um suðurlandið þegar Lokabrokið var haldið og komst því ekki. Mjög mikil ánægja var
Kranadagurinn er punkturinn aftan við sumarið. Veðrið gat varla verið betra og allir hjálpuðust að. Hér eru nokkrar myndir.