Author Archives: maggi ara

LokaBrok

Nú komum við saman í félagsheimili okkar á Ingólfsgarði næsta laugardag og kveðjum frábært siglingasumar. LokaBrokið hefst kl. 20 með léttum veitingum ásamt því að drykkir fást gegn vægu gjaldi. Ræðuhöld og Reykjavíkurbikarinn verður afhentur. Allir siglarar eru að sjálfsögðu velkomnir.

Barts Bash

STÆRSTA SIGLINGAKEPPNI Í HEIMI 21. september. Start kl. 14:00 Tilraun til heimsmets (Guinness World Record) Siglingasamband Íslands stendur fyrir þátttöku Íslendinga í stærstu siglingakeppni veraldar og um leið safna fjármunum til styrktar góðum málefnum. Keppnin verður haldin fyrir utan hjá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey. Skráning hér: http://bartsbash.co.uk/club/icelandic-sailing-association ATH. Hver og einn siglari verður að skrá sig til keppni og tiltaka nafn

Read More

Síðasta þriðjudagskeppni sumarsins

Jón Pétur, keppnisstjóri félagsins boðaði til síðustu þriðjudagskeppni sumarsins þann 16. september. Til stendur að fá smá tilbreytingu á grillið, uppfæra drykkina og umfram allt að hafa gaman. Því hvetjum við alla sem bát valda að mæta og hífa upp segl og skemmta sér og öðrum.

Borgin sigraði í breytilegri

Þetta var með réttu kallað breytileg átt, snérist 180 gráður með tveimur lognum inni á milli. Fljótlega eftir ræsingu fór að bera á logninu og satt að segja voru horfurnar ekki bjartar. En eftir um tvo tíma skriðu bátar fyrir marklínu. Keppnisstjóri var Guðmundur Attenborough á Ögrun. Keppnin var svo svakalega róleg að keppnisstjórinn gleymdi sér við að fylgdist með tímgun og viðkomu

Read More

Ögrun sigraði … að sjálfsögðu!

Vegna skorts á keppnisstjórum var ákveðið að áhöfnin á Ögrun tæki tímann á bátunum þar sem hún þótti líklegust til að koma fyrst í mark. Þeirri ákvörðum var stefnt í voða stuttu síðar því áhöfnin á Xenu mætti rétt fyrir start og hefði hæglega getað sett tímatökur í uppnám. Það vildi þó svo „vel“ til að Xena var vélarvana og

Read More

Viðraði á þriðjudegi

Brokey–Engeyjarrif–7bauja–Akureyjarrif–Brokey; þetta var braut dagsins. Sjö bátar í fínum vindi. Belgur út að 7bauju og mjög misvinda á leið inn, þ.e. áhafnir voru mjög misheppnar með vindáttir. Þar var áhöfnin á Dögun trúlega með þeim heppnari og var sökuð um að sigla of svöng og hugsa um það eitt að komast í ljúffengar pylsurnar hans Jóns Péturs. Næst verða þeir látnir

Read More