Blástur á Íslandsmóti

/ ágúst 12, 2012

Það blés hressilega á keppendur í Íslandsmóti í kænusiglingum sem Brokey stóð fyrir í Skerjafirðinum um helgina. Svo mikið gekk á á laugardagsmorguninn raunar að sumir voru búnir að velta oftar en einu sinni þegar keppni hófst. Með harðfylgi tókst að ljúka tveimur umferðum fyrir síðdegishlé en örlítið dró úr vindstyrk þegar leið á daginn og fjórar umferðir voru sigldar seinni partinn. Morguninn eftir var rokið það mikið að ákveðið var að slútta keppni, enda sex umferðir nóg til þess að hægt væri að fella niður lökustu umferð hvers keppanda. Keppnisstjóri var Martin Swift en honum til aðstoðar voru Sigurður Jónsson og Kai Logemann.

Brokeyjarforeldrar stóðu vaktina í landi með miklum sóma allan daginn og sáu keppendum fyrir samlokum og heitu súkkulaði sem ekki veitti af eftir allt volkið. Aðalstjörnur keppninnar voru svo hinir glæsilegu kænusiglarar Íslands sem tókust á við náttúruöflin með miklum móð. Myndina hér fyrir ofan tók Ásgeir Eggertsson. Fleiri myndir er hægt að skoða á Facebook-síðu hans. Smellið á ‘nánar’ til að skoða röð keppenda.


Eftirfarandi er röð keppenda í hverjum flokk fyrir sig. Nánari tímasetningar og röð einstakra umferða verður birt um leið og þær upplýsingar berast.

Optimist A
1. Stefán Ármann Hjaltason, Nökkva
2. Breki Sigurjónsson, Nökkva
3. Búi Fannar Ívarsson, Ými
4. Friðrik Elíasson, Nökkva
5. Ýmir Guðmundsson, Ými
6. Gunnar Bjarki Jónsson, Ými
7. Þorgeir Ólafsson, Brokey

Optimist B
1. Ásgeir Kjartansson, Brokey
2. Andrés Nói Arnarsson, Brokey
3. Sigurjón Björnsson, Nökkva
4. Hartmann Felix Steingrímsson, Drangey
5. Þór Wiium, Nökkva

Topper Topaz
1. Sigurður  og Alexander, Nökkva
2. Gunnar Kristinn Óskarsson og Gunnar Hlynur Úlfarsson, Brokey
3. Lína Dóra Hannesdóttir og Hrefna Ásgeirsdóttir, Brokey
4. Jón Páll og Hallbjörn (vantar uppl. um félag)
5. Þorbjörg Erna Mímisdóttir og Karen Eir Einarsdóttir, Brokey

Laser Standard
1. Björn Heiðar Rúnarsson, Nökkva
2. Hilmar Páll Hannesson, Brokey
3. Veigar Árni Jónsson, Nökkva
4. Ævar Freyr Eðvaldsson, Ými
5. Guðmundur Ísak Markússon, Þyt
6. Eyþór Agnarsson, Þyt
7. Björn Bjarnarson, Brokey
8. Orri Leví Úlfarsson, Brokey

Laser Radial
1. Þorlákur Sigurðsson, Nökkva
2. Lilja Gísladóttir, Nökkva
3. Hulda Lilja Hannesdóttir, Brokey
4. Arnar Freyr Kristinsson, Þyt
5. Hjörtur Már Ingasson, Brokey

Laser 4.7

1. Sigurður Seán Sigurðsson, Nökkva
2. Gunnar Úlfarsson, Nökkva
3. Jón Ólafur Jónsson, Nökkva
4. Huldar Hlynsson, Ými
5. Baldvin Ari Jóhannesson, Ými

Opinn flokkur
1. Aðalsteinn Jens Loftsson og Eyþór Pétur Aðalsteinsson, Ýmir, á 29er

Heildarúrslitin er að finna í þessu pdf-skjali.

Share this Post