Barátta á Íslandsmóti

/ ágúst 11, 2011

Nú er tveimur umferðum lokið á Íslandsmótinu. Aquarius vann fyrstu umferð sannfærandi við erfiðar aðstæður, litlum vindi en nokkurri öldu. Brautin var löng og það tók sinn tíma að sigla hana.

Í annarri umferð náði Dögun ótrúlegri siglingu við erfiðar aðstæður, ýmist engin vindur eða agnarögn, úr þessari áttinni eða hinni og alltaf í öldu. Brautin var svo stutt, innan við 30 mínútur, að það mátti engin mistök gera – það yrði dýrkeypt. Dögun sigldi algjörlega óaðfinnanlega og munað litlu að þeir yrðu fyrstir yfir marklínu.

Þar með jafnaði Dögun metin við Aquarius og eru þeir bátar með 3 stig hvor. Úrslit eftir fyrsta dag fylgja hér (í nánar).

Þessa ljósmynd tók Ingi R. Ingason, sá hinn sami og elt hefur flotann á röndum vopnaður kvikmynda- og ljósmyndavélum. Hann á heiðurinn að þeirri umfjöllun sem mótið hefur fengið dag hvern í fjölmiðlum. Kunnum við honum bestu þakkir. 


 

Share this Post