Bergþór Hávarðsson er látinn
Bergþór Hávarðsson, skútukappi varð bráðkvaddur á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn 10. nóvember 2009. Útför Bergþórs fer fram frá Háteigskirkju í dag, 17. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13.
Bergþór var skemmtilegur og litríkur náungi sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna þegar skútusiglingar voru annarsvegar. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti honum á leið út Fossvoginn, ég á Topper, hann á PB á leiðinni til Skotlands. Hann lenti reyndar á Írlandi með brotið stýri og eitthvað fleira.