Besta á uppboði

/ apríl 1, 2008

{mosimage}Samkvæmt auglýsingu frá Sýslumanninum í Reykjavík, í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag, verður seglskútan Besta ISL2598 boðin upp á uppbboði næstkomandi laugardag.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru einhver illindi í gangi í félagsskapnum og opinber gjöld ásamt tryggingum og fleiru ógreidd. Skútan verður því boðin upp.
Samkvæmt upplýsingum frá Þytsmönnum er skútan enn upp á landi í Hafnarfirði við Siglingaklúbbinn Þyt. Þaðan verður hún flutt í kvöld þegar umferð er í lágmarki. Áhugasamir geta skoðað gripinn í dag og í kvöld þar til hún verður flutt í geymslu Sýslumanns.
Búast má við að hægt verði að kaupa skútuna á góðu verði. Eigendur skútunnar neita allir að svara spurningum fréttaritara um málið.

Share this Post