Besta Íslandsmeistari 2019
Áhöfnin á seglskútunni Bestu sigraði Íslandsmeistaramót kjölbáta í ár. Áhöfnin á Sigurvon tók annað sætið og Dögun það þriðja, allir eru bátarnir úr Brokey, Aðstæður til að halda siglingakeppni voru mjög erfiðar yfir mótsdagana allt frá blanka logni upp í of mikinn vind. Þær keppnir sem tókst að klára fóru fram í sterkum vind sem olli ýmsum skemmdum á búnaði og reyndi mikið á áhafnirnar. Áhöfnin á Bestu sigraði þær keppnir sem hægt var að ljúka með yfirburðum.
Friðrik Örn ljósmyndari tók mjög góðar myndir, sjá hér
Ljósmynd, Friðrik Örn
- Ögrun – Brokey
- Sigurborg – Ýmir
- Ýris – Brokey
- Áhöfnin á Bestu. Frá vinstri, Ólafur Már Ólafsson, Baldvin Björgvinsson, Friðrik Ingi Friðriksson, Emil Pétursson og Þorgeir Ólafsson
- Áhöfnin á Sigurvon, frá vinstri: Karl Brady, Tara Ósk Markúsdóttir, Marcel Mendes da Costa og Árni Guðmundsson. Á myndina vantar Gunnar Kristinn Óskarsson
- Áhöfnin á Dögun. Frá vinstri, Magnús Waage, Þórarinn Stefánsson og Magnús Arason
- Áhöfnin á Bestu. Frá vinstri, Ólafur Már Ólafsson, Þorgeir Ólafsson, Baldvin Björgvinsson, Emil Pétursson og Friðrik Ingi Friðriksson,