Besta verður kannski Gulla granna

/ mars 13, 2009

ImageÁ vordögum árið 2003 keypti Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur seglskútuna Besta af nokkrum náungum sem margir þekkja vel. Hins vegar hefur verið algerlega ómögulegt að…

koma í gegn eigendaskiptum á skútunni. Þrátt fyrir endalausar ferðir bæði eigenda og kaupenda til Siglingastofnunar sem á að sjá um umskráninguna þá hafa allar tilraunir til að koma á réttri skráiningu eiganda mistekist.

Fjölmörg símtöl, fjölmargra aðila sem öll enda með því að sá sem svarar hjá stofnuninni endar samtalið á því að segja: „Ekkert mál ég geng frá þessu á eftir.“ Svo gerist ekki neitt. Ótalin eru öll þau skipti sem búið er að fara með pappíra, afsal, kvittanir, og aðrar yfirlýsingar til stofnunarinnar og allar hafa þessar ferðir endað með sömu orðum. „Ekkert mál ég geng frá þessu á eftir.“ En ekkert gerðist.

Allir reikningar voru framsendir af fyrri eiganda til þess seinni sem borgaði allt samviskusamlega.

Fór þó svo, samt sem áður, að upp safnaðist skuld upp á rúmar 20 þúsund krónur, sem eingöngu er til komin vegna tilkynninga og „eðlilegs“ innheimtukostnaðar, sem auðvitað féll alltaf á rangan aðila.

Nú er þó svo að búið er að borga alla bullreikninga, og kannski, vonandi, tekst að skrá skútuna sem hét Besta 9838 sem Gullu grönnu í eigu ÍTR.

En við gerum svo sem ekki ráð fyrir að það takist í þetta skipti frekar en öll hin.

Share this Post