Bestla

/ febrúar 18, 2007

{mosimage}Já loksins er raunveruleg frétt á ferðinni hér hjá okkur. Ísbáturinn Bestla fór í prufusiglingu í dag. Eins og sjá má er búið að sníða annað segl á bátinn sem gerir mögulegt að halla mastrinu verulega aftur eins og það á að vera.


Í stuttu máli gekk siglingin vel og voru menn ánægðir með árangur breytinganna. Reyndar er búið að trimma bátinn mikið til, setja á hann fittings, blakkir, klemmur og fleira. Næst þegar hvessir nægilega og það er ís þá verður reynt við hraðametið í alvöru…

Samkvæmt munnlegum heimildum var denni hraðamældur af lögreglunni á um það bil 70km hraða fyrir nokkrum árum. Það væri gaman að fá það staðfest, þetta er jú allt til gamans gert. Það verður væntanlega ekkert mál að ná því í smá vind. Í dag var 1 til 3 vindstig í mesta lagi og hámarkshraðinn 37,5km. Það er enn stefnt á rúmlega 100km hámarkshraða. Það þarf bara að brýna skautana smávegis.

{mosimage}

Share this Post